Hafnarstjórn
294. fundur
2. maí 2023
kl.
16:30
-
18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
Lögð fram niðurstaða verðkönnunar í polla, forsteyptar einingar og holplötur fyrir framkvæmdina "Lenging Strandarbryggju". Hafnarstjórn þakkar kynninguna og felur hafnarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
2.
Ósk Cargow um landtengingu á Mjóeyrarhöfn
Lagt fram til kynningar minnisblað Eflu verkfræðistofu um möguleika tengdum landtengingu fyrir skip Cargow á Mjóeyrarhöfn.
3.
Mjóeyrarhöfn, fylling annar áfangi
Lagt fram til kynningar umsóknarbréf til Umhverfisstofnunar með ósk um heimild til vörpunar efnis í hafið.
4.
Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2023
Lagt fram bréf Sjávarútvegsskóla unga fólksins er varðar samstarf og kostnaðarþátttöku sumarið 2023. Hafnarstjórn samþykkir að veita sambærilegan styrk og undanfarin ár.
5.
Sjávarútvegsráðstefnan 2023
Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin í Hörpu 2.-3.nóvember næstkomandi.
6.
SeaTrade Europe 2023
SeaTrade Europe sýningin verður haldin í Hamborg dagana 6.-8.september næstkomandi. Íslandsstofa hefur óskað eftir skráningum á sýninguna. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að svara bréfinu.
7.
Heimsókn hafnarstjórnar á hafnir
Hafnarstjórn ásamt hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna stefnir á að heimsækja starfsstöðvar Fjarðabyggðarhafna nú í maí og júní.
8.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 451. og 452. fundar Hafnasambands Íslands