Fara í efni

Hafnarstjórn

295. fundur
15. maí 2023 kl. 16:30 - 18:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Málsnúmer 2305073
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun hafnarstjórnar fyrir árið 2024.
2.
Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2208102
Lögð fram að nýju niðurstaða verðkönnunar í forsteyptar einingar og holplötur ásamt uppfærðri kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina "Lenging Strandarbryggju". Hafnarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og verkefnastjóra hafna að vinna málið áfram á grundvelli umræðna á fundinum.
3.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2023
Málsnúmer 2301137
Sótt var um styrk til dýpkunar Eskifjarðarhafnar í Fiskeldissjóð 2023. Við úthlutun fengust 24,5 milljónir í styrk til verksins.
4.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2023
Málsnúmer 2305025
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2023 verður haldinn þriðjudaginn 16.maí. Hafnarstjórn tilnefnir Jónu Árnýju Þórðardóttur í stjórn Fiskmarkaðarins auk Snorra Styrkárssonar og munu þau sækja fundinn.
5.
Aðalfundur Cruise Iceland 2023
Málsnúmer 2301226
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Cruise Iceland ásamt minnisblaði atvinnu- og þróunarstjóra sem sótti aðalfund Cruise Iceland 2023 sem haldinn var á Sauðárkróki 2. maí síðastliðinn.
6.
Beiðni um styrk vegna Sjómannadagsins á Eskifirði 2023
Málsnúmer 2305104
Beiðni um styrk frá Sjómannadagsráði Eskifjarðar til að standa straum af dagskrá Sjómannadagsins á Eskifirði 2023. Hafnarstjórn samþykkir að veita Sjómannadagsráði Eskifjarðar styrk í samræmi við afgreiðslu styrkja síðustu ár, að undanskildum sérstyrkjum vegna áhrifa Covid.