Hafnarstjórn
296. fundur
6. júní 2023
kl.
18:00
-
19:00
í Breiðdalssetri í Breiðdal
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Forsendur fjárhagsáætlunar 2024 ræddar. Lagt fram yfirlit framkvæmda það sem af er árinu 2023. Hafnarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar. Málinu vísað til áframhaldandi vinnu í hafnarstjórn.
2.
Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
Lagt fram minnisblað ásamt verkáætlun og greiðsluflæði fyrir framkvæmdina "Lenging Strandarbryggju". Hafnarstjórn þakkar kynninguna og felur hafnarstjóra og verkefnastjóra að vinna málið áfram.
3.
Jafnréttisstefna 2023-2026
Vísað frá bæjarstjórn til fagnefnda jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2023 til 2026 til umfjöllunar og umræðu milli umræðna. Lagt fram til kynningar.
4.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 453.fundar Hafnasambands Íslands