Hafnarstjórn
298. fundur
10. júlí 2023
kl.
16:00
-
17:30
í fjarfundi
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Lagt fram minnisblað þar sem farið er yfir framkvæmdir og fjárhag ársins 2023 í samhengi við áætlun 2024. Hafnarstjórn samþykkir miðað við framlagt minnisblað og felur hafnarstjóra að leggja fyrir bæjarráð.
2.
Viljayfirlýsing um samstarf - TRÚNAÐARMÁL
Farið yfir stöðuna á Sævarenda 2, Stöðvarfirði. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga frá samningi um verklok framkvæmdarinnar.
3.
Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
Lögð fram til afgreiðslu niðurstaða verðkönnunar fyrir verkhlutana forsteyptar einingar og holpötur fyrir framkvæmdina Lenging Strandarbryggju. Hafnarstjórn samþykkir tilboðin miðað við uppfærðar forsendur og felur verkefnastjóra hafna og hafnarstjóra að ganga frá samningum.
4.
Grútarmengun í Eskifirði
Umtalsverð grútarmengun hefur verið viðvarandi í Eskifirði undanfarnar vikur. Hafnarstjórn þakkar kynninguna og felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að fylgja því eftir að hreinsunarvinna sé kláruð og kallað verði eftir úrbótaáætlun Eskju. Jafnframt felur hafnarstjórn verkefnastjóra hafna að kalla eftir viðbragðsáætlun allra sjávarútvegsfyrirtækja í Fjarðabyggð gagnvart mengunarslysum.
5.
Umsókn um styrk vegna Neistaflugs 2023
Framlögð styrkbeiðni vegna bæjarhátíðarinnar Neistaflugs 2023. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
6.
Ósk um styrk vegna Siglingaklúbb Austurlands 2023
Lögð fram umsókn um styrk frá Siglingaklúbbi Austurlands. Hafnarstjórn þakkar erindið en hefur því miður ekki tök á að styrkja klúbbinn á þessum forsendum. Verkefnastjóra hafna er falið að ræða við forsvarsmenn klúbbsins.
7.
Stormpolli á Mjóeyrarhöfn
Samkvæmt bókun 283.fundar hafnarstjórnar er lögð fram kostnaðaráætlun við uppsetningu stormpolla á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að vinna áfram að málinu.
8.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2023
Tilkynning um greiðslu arðs lögð fram til kynningar