Hafnarstjórn
299. fundur
28. ágúst 2023
kl.
16:30
-
17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Leyfi fyrir viðbótar hafnarkrana við Mjóeyrarhöfn - Eimskip
Eimskip hefur óskað eftir leyfi til að koma fyrir öðrum hafnarkrana til viðbótar á vestari hluta Mjóeyrarhafnar. Málið kynnt og verður tekið fyrir að nýju þegar gögn liggja fyrir.
2.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Samskip Hoffell
Erindi frá Samskip dags. 19. júlí 2023 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Aleksei Korchin, skipstjóra á Mv Sif W. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
3.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - MV Frigg W
Erindi frá Thor Shipping dags. 10. ágúst 2023 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Sergey Konovalenko, skipstjóra á Mv Frigg W. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
4.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - MV Sif W
Erindi frá Thor Shipping dags. 25. ágúst 2023 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Aleksei Korchin, skipstjóra á Mv Sif W. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
5.
Öryggismál hafna
Öryggismál hafna rædd. Starfsmenn fyrirtækja sem starfa á höfnum í Fjarðabyggð hafa lýst yfir áhyggjum af öryggismálum á höfnum í Fjarðabyggð þar sem umferð almennings er mikil. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
6.
Mengunarmál í höfnum Fjarðabyggðar
Mikið hefur borið á mengun í höfnum Fjarðabyggðar síðustu mánuði. Mengunarmál rædd. Hafnarstjórn þakkar kynninguna og felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
7.
Málefni Cruise Iceland 2023
Lagt fram til kynningar og umræðna fréttabréf Cruise Iceland og grein á heimasíðu samtakanna vegna nýlegra staðhæfinga um mengun skemmtiferðaskipa. Hafnarstjórn þakkar kynninguna.
8.
Lagarlíf 2023
Ráðstefnan Lagarlíf verður haldin 12.-13.október á Grand Hótel Reykjavík. Efnistök ráðstefnunnar verða fiskeldi í sjó og á landi ásamt skel- og þörungarækt. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
9.
Sjávarútvegsráðstefnan 2023
Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin í Hörpu 2.-3. nóvember næstkomandi. Dagskrá ráðstefnunnar hefur nú verið gefin út. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
10.
Styrkumsókn - Útsæði - 2023
Lögð fram styrkumsókn frá Útsæði - bæjarhátíð á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
11.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis uppsjávarfrystihúss
Lögð fram til kynningar beiðni Eskju um umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis uppsjávarfrystihúss fyrirtækisins.
12.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 454. og 455. fundar Hafnasambands Íslands