Hafnarstjórn
300. fundur
11. september 2023
kl.
16:30
-
17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varamaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Farið yfir tímalínu fjárhagsáætlunarvinnu.
2.
Umsókn um styrk til menningarverkefna 2023
Framlögð beiðni um menningarstyrk vegna verkefna Menningarstofu Fjarðabyggðar fyrir árið 2023. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
3.
Umsókn um leyfi fyrir uppsetningu skilta
Lögð fram umsókn um leyfi fyrir uppsetningu skilta á gamla hafnarsvæðinu í Stöðvarfirði. Hafnarstjórn tekur jákvætt í uppsetningu skilta á grjótgarði við Gamla garð í Stöðvarfjarðarhöfn. Staðsetning verði unnin í samráði við verkefnastjóra hafna.
4.
Styrkumsókn vegna endurnýjunar utanborðsmótora
Lögð fram styrkumsókn frá Siglingaklúbbi Austurlands vegna endurnýjunar utanborðsmótora. Hafnarstjórn hafnar umbeðnum styrk.