Hafnarstjórn
302. fundur
9. október 2023
kl.
16:30
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varamaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Farið yfir stöðuna við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Verkefnastjóra hafna falið að taka saman helstu áherslur í minnisblaði sem mun fylgja fjárhagsáætlun.
2.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2024
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna lögð fram til umræðu. Hafnarstjórn samþykkir að gjaldskrá taki mið af verðlagsbreytingum og launavísitölu þar sem við á. Verkefnastjóra hafna falið að ganga frá gjaldskrá í samræmi við samþykkt hafnarstjórnar.
3.
Ný olíulögn á Bræðslubryggju, Eskifirði
Lögð fram ósk Mannvits, fyrir hönd Gallons ehf., um leyfi til að endurnýja olíulögn við athafnasvæði Eskju á Eskifirði þar sem eldri lögn er ónýt. Hafnarstjórn samþykkir lagningu nýrrar olíulagnar en áréttar að framkvæmdaaðili hagi framkvæmd þannig að hún raski ekki annarri starfsemi á höfninni.
4.
Hafnafundur 2023
Boðun á Hafnafund 2023 sem haldinn verður 20. október í Hafnarfirði
5.
Samstarfsfundir Hafnasambands Íslands og Fiskistofu
Lagt fram til kynningar bréf Hafnasambands Íslands til allra aðildarhafna varðandi samstarfsfundi Hafnasambands Íslands og Fiskistofu
6.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 456. fundar Hafnasambands Íslands