Hafnarstjórn
304. fundur
20. nóvember 2023
kl.
16:30
-
18:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Leyfi fyrir viðbótar hafnarkrana við Mjóeyrarhöfn - Eimskip
Lagt fram minnisblað Mannvits um mat vesturhluta hafnarkants Mjóeyrarhafnar og erindi Eimskips fyrir auknum afköstum viðbótar krana á Mjóeyrarhöfn. Pétur F. Jónsson, svæðisstjóri Eimskips á Austurlandi, mætti á fundinn. Hafnarstjórn heimilar notkun á viðbótarkrana á Mjóeyrarhöfn.
2.
Öryggismál hafna
Lagt fram til kynningar. Öryggisstjórnun ehf. mun vinna úttekt á öryggisstjórnun hafnarsvæða í Fjarðabyggð þar sem gerð verður stöðugreining og komið með tillögur að bættri öryggisstjórnun á hafnarsvæðum Fjarðabyggðar.
3.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Þriðjudaginn 14.nóvember síðastliðinn voru haldnir fundir um Grænan orkugarð með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi, fyrirtækjum á svæðinu og íbúum. Farið var yfir það sem fram kom á fundunum.
4.
Umsögn vegna uppbyggingar og umgjörð lagareldis stefna til ársins 2040
Lögð fram til kynningar umsögn Fjarðabyggðar um stefnu Matvælaráðuneytisins vegna lagareldis til ársins 2040.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 457. fundar Hafnasambands Íslands