Hafnarstjórn
305. fundur
4. desember 2023
kl.
16:30
-
17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varamaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Rex NS 3 endurgerð og ástandsmat
Lagt fyrir að nýju. Á 303. fundi hafnarstjórnar var hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna falið að ræða við Guðmund Guðlaugsson vegna erindis hans og leggja fyrir hafnarstjórn. Hafnarstjórn samþykkir flutning á Rex til endurbóta á grundvelli tilboðs Guðmundar.
2.
Beiðni um nýja flotbryggju
Lagt fyrir að nýju. Á 277. fundi hafnarstjórnar var tekið fyrir erindi frá Siglingaklúbbi Austurlands vegna flotbryggju við aðstöðu klúbbsins á Eskifirði og var framkvæmdasviði falið að skoða mögulegar lausnir og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju. Hafnarstjórn samþykkir tilboð Guðmundar Guðlaugssonar í gerð flotbryggju.
3.
Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs í jörð
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd tók á 39. fundi sínum fyrir ósk Rarik um leyfi fyrir lagningu 11 kV rafstrengs í jörð frá aðveitustöð í Eskifirði að Mjóeyrarhöfn og hefur falið umhverfis- og skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
4.
Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2023
Tilkynning frá Fiskistofu um greiðslu strandveiðigjalds til hafna lögð fram til kynningar.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 458. fundar Hafnasambands Íslands