Fara í efni

Hafnarstjórn

306. fundur
18. desember 2023 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Rekstur Fjarðabyggðarhafna
Málsnúmer 2312117
Hafnarstjóri kynnir á fundinum greiningu ákveðinna þjónustuþátta í starfsemi Fjarðabyggðarhafna.
2.
Skemmtiferðaskip fundur um tekjur 2023
Málsnúmer 2312088
Lagt fram til kynningar minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra og gögn frá kynningarfundi Ferðamálastofu um málefni sem tengjast komum erlendra skemmtiferðaskipa til Íslands.
3.
Úthlutun byggðakvóta 2023 og 2024
Málsnúmer 2312006
Lagt fram til kynningar. Matvælaráðuneytið lagði með bréfi til Fjarðabyggðar til úthlutun á byggðakvóta til sveitarfélagsins fyrir fiskveiðiárið 2023/2024. Bæjarráð samþykkti að ekki verði óskað eftir sérreglum varðandi úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið, en það sama gilti á síðasta fiskveiðiári.
4.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Málsnúmer 2301196
Lögð fram til kynningar fundargerð 459. fundar Hafnasambands Íslands