Hafnarstjórn
307. fundur
5. febrúar 2024
kl.
16:30
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Ingi Steinn Freysteinsson
varamaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Rekstur Fjarðabyggðarhafna
Áframhaldandi umræða og greining þjónustuþátta í starfsemi Fjarðabyggðarhafna.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Farið yfir stöðu framkvæmda við Fjarðabyggðarhafnir
3.
Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað
Lagt fram erindi frá Guðröði Hákonarsyni, fyrir hönd Hildibrand slf. varðandi frágang við sjóvarnargarð. Verkefnastjóra hafna er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
4.
Skemmtiferðaskip í Fjarðabyggðarhöfnum
Lagður fram tölvupóstur frá Gáru. Fyrirtækið, sem er umboðsaðili fjölda skemmtiferðaskipa á Íslandi, kallar eftir upplýsingum vegna bókana skemmtiferðaskipa í Fjarðabyggðarhöfnum. Verkefnastjóra hafna falið að kalla eftir upplýsingum og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
5.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Farið yfir stöðu mála varðandi Grænan orkugarð á Reyðarfirði
6.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju
Lögð fram til kynningar beiðni Síldarvinnslunnar um umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins.
7.
Hafnasambandsþing 2024
Hafnasamband Íslands hefur boðað til hafnasambandsþings þann 24.-25. október næstkomandi.
8.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð 460. fundar Hafnasambands Íslands