Hafnarstjórn
308. fundur
19. febrúar 2024
kl.
16:30
-
19:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Sævar Guðjónsson
varamaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Rekstur Fjarðabyggðarhafna
Yfirferð þeirrar vinnu sem hefur verið unnin frá síðasta fundi. Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
2.
Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað
Lögð fram kostnaðargreining á endurbyggingu mannvirkja sem tekin voru niður við gerð sjóvarnargarðs við Egilsbraut 22 og 26 í Neskaupstað. Verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að fylgja málinu eftir.
3.
Ósk Cargow um landtengingu á Mjóeyrarhöfn
Lagt fram minnisblað frá Eflu hf. vegna landtengingar skipa Cargow á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn fagnar áformum Cargow en líkt og með önnur sambærileg verkefni í Fjarðabyggðarhöfnum er gert ráð fyrir að fyrirtæki standi sjálf straum af kostnaði.
4.
Öryggismál hafna
Lögð fram skýrsla vegna úttektar á öryggismálum Fjarðabyggðarhafna sem Öryggisstjórnun ehf. framkvæmdi í lok árs 2023. Gísli Nils Einarsson mætti á fundinn og fór yfir helstu niðurstöður.
5.
Tímabundinn rammi í Fáskrúðsfirði
Lagt fram erindi frá Fiskeldi Austfjarða þar sem óskað er eftir leyfi til að setja út tímabundinn ramma í Fáskrúðsfirði vegna viðhalds á kvíum. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að allra tilskilinna leyfa sé aflað.
6.
Vatnsveita í Mjóafirði
Vísað frá bæjarráði til hafnarstjórnar erindi frá Sigfúsi Vilhjálmssyni vegna hafnaraðstöðu í Mjóafirði. Verkefnastjóra hafna falið að afla frekari upplýsinga um stöðu mála og leggja fyrir að nýju.
7.
Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2024
Lagt fram bréf Sjávarútvegsskóla unga fólksins er varðar samstarf og kostnaðarþátttöku sumarið 2024. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Sjávarútvegsskóla unga fólksins líkt og undanfarin ár.
8.
Aðalfundur Cruise Iceland 2024
Boðað hefur verið til aðalfundar Cruise Iceland sem haldinn verður í Borgarfirði 3.apríl næstkomandi. Hafnarstjóra er falið að taka ákvörðun um hvort Fjarðabyggðarhafnir sendi fulltrúa á fundinn.
9.
Mannvirki sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ.
Lagt fram til kynningar erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar þau mannvirki sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ
10.
Málþing um íslenska strandmenningu
Lagt fram til kynningar. Vitafélagið-íslensk strandmenning hefur boðað til ráðstefnu um íslenska strandmenningu - stöðu hennar og framtíð sem fer fram á Akranesi mánudaginn 4. mars næstkomandi.