Fara í efni

Hafnarstjórn

309. fundur
4. apríl 2024 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Rekstur Fjarðabyggðarhafna
Málsnúmer 2312117
Yfirferð þeirrar vinnu sem hefur verið unnin frá síðasta fundi.
2.
Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað
Málsnúmer 2210158
Lögð fram fundargerð frá fundi verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs með eiganda Egilsbrautar 22 og 26 í Neskaupstað vegna endurbyggingar mannvirkja við húseignirnar tvær. Bryggjusmíði við Egilsbraut 22 og 26 er komin af stað og stefnt að verklokum á vordögum.
3.
Öryggismál hafna
Málsnúmer 2206100
Farið yfir málin vegna mengunarslyss og strands sem varð í Fáskrúðsfirði 28.mars síðastliðinn. Hafnarstjórn þakkar öllum viðbragðsaðilum sem og hafnarstarfsmönnum sem komu að fyrir skjót viðbrögð sem gerði það að verkum að ekki fór verr. Í atvikaskýrslu kemur fram að ekkert athugavert var við verklag hafnsögumanns en í ljósi öryggissjónarmiða leggur hafnarstjórn til að verklag við hafnsögu skipa með hættulegan farm verði rýnt og breytingar gerðar ef þurfa þykir.
4.
Styrkir til Orkuskipta
Málsnúmer 2403216
Orkusjóður hefur auglýst lausa styrki til orkuskipta. Hafnarstjórn samþykkir að sótt verði um styrk í samstarfi við CT Orku ehf. vegna landtengingar á Mjóeyrarhöfn.
5.
Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2024
Málsnúmer 2403225
Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2024. Hafnarstjórn samþykkir hefðbundinn styrk til bæjarhátíða í Fjarðabyggðar.
6.
Málefni Hafnargötu 31 á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2011054
Lagt fyrir að nýju og málefni Hafnargötu 31 rædd. Á 252.fundi hafnarstjórnar var samþykkt að segja upp leigu í húsinu. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að undirbúa sölu á Hafnargötu 30 og 31 ásamt því að undirbúa niðurrif Hafnargötu 27a.
7.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024
Málsnúmer 2402027
Lögð fram til kynningar fundargerð 461. fundar Hafnasambands Íslands