Hafnarstjórn
311. fundur
26. apríl 2024
kl.
12:00
-
12:50
í fjarfundi
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
varamaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Þjónustusamningur um Vött
Lögð fram drög að þjónustusamningi um Vött. Hafnarstjórn samþykkir samninginn með breytingum í samræmi við umræður á fundinum og felur hafnarstjóra frágang og undirritun hans ásamt frágangi í tengslum við breytingar á starfsemi innan hafnanna sem af honum leiðir. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og metinn verður árangur að þeim liðnum. Er það von hafnarstjórnar að þetta muni efla starfsemi hafnanna til lengri tíma litið.
2.
Bakvaktafyrirkomulag Fjarðabyggðarhafna
Lagðar fram tillögur að breyttu bakvaktafyrirkomulagi fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Hafnarstjórn samþykkir framlagðar tillögur að bakvaktafyrirkomulagi og felur hafnarstjóra að eiga samráð við starfsmenn um breytingar á bakvaktafyrirkomulagi.