Hafnarstjórn
313. fundur
27. maí 2024
kl.
16:30
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason
formaður
Árni Björn Guðmundarson
varamaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
varamaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025
Áframhaldandi umræða um starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2025
2.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir við Frystihússbryggjuna á Eskifirði
3.
Bakvaktafyrirkomulag Fjarðabyggðarhafna
Farið yfir fyrirhugaða breytingu bakvaktafyrirkomulags á Fjarðabyggðarhöfnum
4.
Hraun - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn Eimskips um byggingaráform og byggingarleyfi á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu fyrirtækisins á svæðinu. Málinu er vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar. Verkefnastjóra hafna er falið að eiga samtal við byggingafulltrúa sem og fyrirtækið og leggja fyrir að nýju.
5.
Beiðni um styrk vegna sjómannadagsins á Eskifirði 2024
Beiðni um styrk frá Sjómannadagsráði Eskifjarðar til að standa straum af dagskrá Sjómannadagsins á Eskifirði 2024. Hafnarstjórn samþykkir að veita hefðbundinn styrk.
6.
Styrkur vegna umsjónar með dagskrá sjómanndagsins í Neskaupstað
Ósk Sjómannadagsráðs Neskaupstaðar um styrk vegna hátíðahalda á sjómannadeginum 2024. Hafnarstjórn samþykkir að veita hefðbundinn styrk.
7.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 462. og 463. fundar Hafnasambands Íslands