Hafnarstjórn
314. fundur
10. júní 2024
kl.
16:00
-
17:00
í fjarfundi
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025
Áframhaldandi umræða um starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2025. Hafnarstjórn samþykkir framlagt minnisblað og vísar til fjármálastjóra til fjárhagsáætlunargerðar.
2.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Farið yfir stöðu framkvæmda við nýja Frystihússbryggju á Eskifirði. Hafnarstjórn þakkar kynninguna.
3.
Öryggismál hafna
Farið yfir öryggismál hafna. Hafnarstjórn þakkar kynninguna á því sem er að gerast í þeim efnum og felur verkefnastjóra hafna að halda öryggismálunum áfram í forgrunni.
4.
Ósk um aðgang að Norðfjarðarvita
Lögð fram ósk Hauks Ingólfssonar um leyfi til aðgangs að Norðfjarðarvita vegna þátttöku með verkefnið ÓM í listahátíðinni Innsævi, menningar- og listahátíðar Fjarðabyggðar. Hafnarstjórn samþykkir að veita aðgang að vitanum en minnir á öryggismálin og felur Menningarstofu að hafa eftirlit með framkvæmd verkefnisins.