Hafnarstjórn
315. fundur
2. september 2024
kl.
16:00
-
18:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Benedikt Jónsson
varamaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Farið yfir stöðu framkvæmda í samhengi við fjárfestingaáætlun ársins.
2.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Farið yfir málin varðandi framkvæmdir við Frystihússbryggjuna á Eskifirði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar og frekari útfærslu.
3.
Úttekt Samgöngustofu 2024
Samgöngustofa gerði úttekt í Fjarðabyggðarhöfnum í sumar. Farið yfir málin varðandi hafnarvernd. Hafnarstjórn felur starfsmönnum Fjarðabyggðarhafna að framfylgja úrbótaáætlun sem skilað hefur verið til Samgöngustofu og vera í samskiptum við Samgöngustofu í tengslum við það.
4.
Öryggismál hafna
Farið yfir það sem framundan er í úrbótum öryggismála á Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að vinna áfram að úrbótum á öryggismálum hafna Fjarðabyggðar.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025
Áframhaldandi umræða um starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2025. Hafnarstjórn felur starfsmönnum að vinna að útfærslu fjárhagsáætlunar á grundvelli umræðna á fundinum og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
6.
Ósk um olíuafgreiðslu á Reyðarfjarðarhöfn
Lögð fram ósk N1 um olíuafgreiðslu á Reyðarfjarðarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir að N1 fái heimild til að skoða útfærslur á staðsetningu í samræmi við aðra olíuafgreiðslu á höfninni.
7.
Ósk um olíuafgreiðslu fyrir vinnuvélar á Eskifjarðarhöfn
Lögð fram ósk N1 um uppsetningu dælu til afgreiðslu olíu á vinnuvélar úr tanki fyrirtækisins á Eskifjarðarhöfn. Ekki er hægt að verða við erindinu og felur hafnarstjórn verkefnastjóra hafna að svara N1.
8.
Drög að breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla - Umsagnarferli
Vísað frá bæjarráði til hafnarstjórnar umsögn vegna draga að breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla sem liggur í samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til 15.ágúst næstkomandi. Bæjarráð fól hafnarstjóra í samráði við hafnarstjórn að yfirfara drögin og veita umsögn vegna málsins. Hafnarstjórn samþykkir umsögn.
9.
Umsókn vegna endurnýjunar hafnsögumannsskírteinis
Lögð fram til kynningar umsögn vegna umsóknar Árna Bergþórs Kjartanssonar um endurnýjun hafnsögumannsskírteinis í Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn samþykkir umsögnina.
10.
Styrkumsókn - Útsæði 2024
Lögð fram styrkumsókn frá Útsæði - bæjarhátíð á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir hefðbundinn styrk.
11.
Umsókn um styrk vegna Neistaflugs 2024
Framlögð styrkbeiðni vegna bæjarhátíðarinnar Neistaflugs 2024. Hafnarstjórn samþykkir hefðbundinn styrk.
12.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð 464. fundar Hafnasambands Íslands