Fara í efni

Hafnarstjórn

317. fundur
7. október 2024 kl. 16:00 - 17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason formaður
Birgir Jónsson varamaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Jón Björn Hákonarson varamaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025
Málsnúmer 2404220
Áframhaldandi umræða um starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2025. Vísað til frekari vinnslu.
2.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2025
Málsnúmer 2409131
Framlögð til umfjöllunar nefndar gjaldskrá samhliða fjárhagsáætlunargerð 2025. Vísað til áframhaldandi vinnslu.
3.
Ósk um stækkun lóðar
Málsnúmer 2409124
Kaldvík hefur óskað eftir að fá að stækka lóð sína við Strandgötu 18 á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir stækkun lóðar Kaldvíkur fyrir sitt leyti og vísar til Skipulags- og framkvæmdanefndar. Frágangi lóðar skal hagað þannig að ekki sé aðgengi af lóð Kaldvíkur inn á hafnarsvæðið vegna hafnarverndar og afmörkun sé í samræmi við reglur hafnarverndar.
4.
Erindi til Bæjarráðs vegna Sólvellir Breiðdalsvík, athafnasvæði
Málsnúmer 2409108
Vísað frá bæjarráði til hafnarstjórnar erindi Goðaborgar ehf. varðandi lóðina sem frystihúsið á Breiðdalsvík stendur á sem og lóðir og götu í kringum brugghús, kaupfélag, frystihús, borkjarnasafn og gamla kaupfélag. Einnig varðar þetta hönnun og teikningar sem gerðar hafa verið af svæðinu, nefnt "Breiðtorg". Forsendur við fráveituframkvæmdir og frágang þeim tengdum breyttust og munu framkvæmdir miðast við fjárfestingaáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024 sem samþykkt var á 21. fundi mannvirkja- og veitunefndar þann 18.10.2023. Vegna breyttra forsendna er fallið frá fyrri ákvörðun hafnarstjórnar frá 283. fundi.
5.
Varðandi afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 2409069
Lögð fram til kynningar bréf sem Cruise Iceland og FHG - Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu sendu fjármála- og efnahagsráðherra vegna fyrirhugaðs afnáms tollfrelsis á skemmtiferðaskip þann 1.janúar 2025
6.
Hafnasambandsþing 2024
Málsnúmer 2401111
Boðað hefur verið til 44. hafnsambandsþings Hafnasambands Íslands sem haldið verður í Hofi á Akureyri dagana 24.-25.október 2024. Skráningu þátttakenda á þingið lýkur 15.október. Hafnarstjórn mun sækja þingið ásamt hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna.
7.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Málsnúmer 2108124
Bæjarstjóra/hafnarstjóra hefur boðist að taka þátt í ferð viðskiptasendinefndar atvinnulífsins með Íslandsstofu, Grænvangi, Samtökum Iðnaðarins og Dansk-íslenska viðskiptaráðsins í tengslum við fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Danmerkur dagana 7.-10. október næstkomandi. Bæjarstjóri/hafnarstjóri verður hluti sendinefndarinnar. Hafnarstjórn þakkar kynninguna.
8.
Lagarlíf 2024
Málsnúmer 2311168
Ráðstefnan Lagarlíf verður haldin í Hörpu 8.-9. október næstkomandi. Lagt fram til kynningar.
9.
Sjávarútvegsráðstefnan 2024
Málsnúmer 2410022
Sjávarútvegsráðstefnan 2024 verður haldin í Hörpu 7.-8. nóvember næstkomandi. Hafnarstjórn mun senda fulltrúa á Sjávarútvegsráðstefnuna.