Hafnarstjórn
319. fundur
4. nóvember 2024
kl.
16:00
-
17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason
formaður
Birgir Jónsson
aðalmaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2025
Drög að gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2025 lögð fram til samþykkis. Hafnarstjórn samþykkir drögin með áorðnum breytingum á fundinum og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
2.
Endurnýjun stálþilja vegna tæringar
Lögð fram til kynningar skýrsla Köfunarþjónustunnar ehf. vegna úttektar á stálþiljum í Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra og verkefnastjóra hafna að kanna verð í viðgerð á stálþiljum.
3.
Mat á stöðu innviða - Hafnir
Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafaverkfræðinga standa fyrir útgáfu State of the Nation skýrslu. COWI hefur það hlutverk að uppfæra slíka skýrslu frá árinu 2021 og hefur óskað eftir upplýsingum um ástand innviða og fjárfestingarþörf í Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að taka saman upplýsingar, kynna fyrir hafnarstjórn og senda COWI.
4.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2024
Boðað hefur verið til aðalfundar Fiskmarkaðs Austurlands ehf. þann 15.nóvember 2024. Hafnarstjóra er falið að fara með atkvæði á aðalfundinum og leggja til tilnefningu til stjórnar.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð 466.fundar Hafnasambands Íslands