Hafnarstjórn
322. fundur
10. febrúar 2025
kl.
16:00
-
18:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Þróun og framtíðarskipulag Mjóeyrarhafnar
Lagðar fram áætlanir í vinnu við framtíðarskipulag Mjóeyrarhafnar. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að semja við EFLU verkfræðistofu um fyrstu tvo áfanga vinnunnar.
2.
Landmótun og landfylling á Mjóeyrarhöfn
Málið var lagt fyrir 321. fund hafnarstjórnar. Farið á ný yfir stöðu og áætlun landmótunar og landfyllingar á Mjóeyrarhöfn. Um er að ræða tilraunaverkefni á vegum Fjarðabyggðarhafna og hafnarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi vegna framkvæmda vorsins.
3.
Fyrirhugaðar framkvæmdir Loðnuvinnslunnar
Lagt fram erindi frá Elís Benedikt Eiríkssyni, verkfræðingi hjá EFLU, fyrir hönd Loðnuvinnslunnar um fyrirhugaðar framkvæmdir fyrirtækisins á athafnasvæði þess á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum frá Loðnuvinnslunni og felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins.
4.
Óveður 1.-6.febrúar 2025 - Áhrif á hafnir
Farið yfir stöðuna á Fjarðabyggðarhöfnum eftir óveður sem gekk yfir laugardaginn 1.febrúar annars vegar og miðvikudaginn 5.febrúar til fimmtudagsins 6.febrúar hins vegar. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að fara yfir tryggingamál og þau verkefni sem þarf að leysa eftir óveðrið.
5.
Vöktun í Fjarðabyggðarhöfnum
Farið yfir málin varðandi hafnarvernd í Fjarðabyggðarhöfnum og fyrirliggjandi breytingar í vöktun erlendra farmskipa sem til hafnar koma. Hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna er falið að funda með þeim hagsmunaaðilum sem málið varðar.
6.
Hafnarsvæði Mjóafjarðarhafnar
Farið yfir málin varðandi hafnarsvæðið í Mjóafirði, öryggismál, viðhaldsþörf hafnarmannvirkja og húsnæðismál. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að vinna að úrbótum í öryggismálum á bryggjunni, skoða viðhaldsmál og leggja fyrir að nýju.
7.
Ný þjónustumiðstöð - Norðfjörður
Farið yfir stöðuna á lóð og frágangi nýrrar þjónustumiðstöðvar og hafnarhúss á Norðfirði. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að ganga frá skipulagi lóðar og frágangi utanhúss.
8.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð 468.fundar Hafnasambands Íslands.
9.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025
Lögð fram til kynningar fundargerð 469.fundar Hafnasambands Íslands.