Fara í efni

Hafnarstjórn

323. fundur
10. mars 2025 kl. 16:00 - 17:15
í fjarfundi
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Gunnar Jónsson embættismaður
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Fyrirhugaðar framkvæmdir Loðnuvinnslunnar
Málsnúmer 2502033
Lögð fram minnisblöð frá Sigurði Áss Grétarssyni vegna fyrirhugðra framkvæmda Loðnuvinnslunnar. Ljóst er að fara þarf í endurbætur á Innri og ytri löndunarbryggjum á Fáskrúðsfirði og er sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að afla frekari upplýsinga og gagna.
2.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - MV Sif W
Málsnúmer 2503043
Erindi frá Torcargo ehf. dags. 5. mars 2025 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Igor Sinkevych, skipstjóra á Mv Sif W. Hafnarstjórn samþykkir að umbeðin undanþága verði gefin út þegar öll gögn liggja fyrir.
3.
Smábátahafnir Fjarðabyggðarhafna
Málsnúmer 2503064
Mál varðandi smábátahafnir Fjarðabyggðarhafna rædd. Ljóst er að fara þarf í dýpkun smábátahafna í Fjarðabyggð og er verkefnastjóra hafna falið að leita frekari upplýsinga um kostnað og framkvæmd og leggja fyrir að nýju.
4.
Hafnarvog Reyðarfirði
Málsnúmer 2503065
Komið er að viðhaldi hafnarvogarinnar á Reyðarfirði og skoða þarf hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs og verkefnastjóra hafna að afla frekari gagna fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026.
5.
Almenn mál í rekstri Fjarðabyggðarhafna
Málsnúmer 2503066
Almenn umræða um málefni Fjarðabyggðarhafna