Fara í efni

Hafnarstjórn

325. fundur
28. apríl 2025 kl. 16:00 - 17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Fyrirhugaðar framkvæmdir Loðnuvinnslunnar
Málsnúmer 2502033
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna endurbóta á Innri- og ytri löndunarbryggju á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn samþykkir að fara í styrkingu á Ytri löndunarbryggju og felur starfsmönnum að afla frekari gagna frá fyrirtækinu vegna Innri löndunarbryggju. Stjórnanda Fjarðabyggðarhafna falið að fara yfir fjárhagsáætlun og leggja fyrir hvar kostnaði fyrir verkið verður mætt.
2.
Hafnarvog Reyðarfirði
Málsnúmer 2503065
Á 323.fundi hafnarstjórnar var óskað eftir frekari gögnum varðandi hafnarvog á Reyðarfirði. Lagt fram innra vinnuskjal til undirbúnings fjárhagsáætlunar 2026. Hafnarstjórn felur starfsmönnum að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir að nýju.
3.
Styrkumsókn - Franskir dagar 2025
Málsnúmer 2504078
Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2025. Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk í samræmi við styrkveitingar síðustu ár.
4.
Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2025
Málsnúmer 2504122
Lagt fram bréf Sjávarútvegsskóla unga fólksins er varðar samstarf og kostnaðarþátttöku sumarið 2025. Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk í samræmi við styrkveitingar síðustu ár.
5.
Söfnun fyrir endurnýjun björgunarbáts
Málsnúmer 2504185
Lagt fram erindi frá Björgunarsveitinni Brimrúnu á Eskifirði um söfnun vegna fyrirhugaðrar endurnýjunar björgunarbáts sveitarinnar. Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur hafnarstjóra og stjórnanda Fjarðabyggðarhafna að funda með forsvarsmönnum Brimrúnar.
6.
Vöktun í Fjarðabyggðarhöfnum
Málsnúmer 2501146
Lagt fyrir að nýju og farið yfir uppfærða stöðu á vöktun erlendra farmskipa í Fjarðabyggðarhöfnum.
7.
Slipptaka Vattar 2025
Málsnúmer 2504188
Farið yfir fyrirhugað skipulag í tengslum við slipptöku Vattar.
8.
Vor í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2503122
Þann 11.-23.maí næstkomandi verður árlegt umhverfisátak Fjarðabyggðar "Vor í Fjarðabyggð" haldið og munu Fjarðabyggðarhafnir taka þátt í því. Hafnarstjórn hvetur fyrirtæki til að taka virkan þátt í átakinu með tiltekt og fegrun umhverfis síns.
9.
Aðalfundur Cruise Iceland 2025
Málsnúmer 2503239
Aðalfundur Cruise Iceland verður haldinn í Hofi á Akureyri þann 30.apríl næstkomandi. Stjórnandi Fjarðabyggðarhafna og starfsmaður sækja fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðarhafna.
10.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2025
Málsnúmer 2503093
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Fiskmarkaðs Austurlands sem fór fram á Eskifirði mánudaginn 24. mars síðastliðinn ásamt ársreikningi 2024 og tilkynningu um greiðslu arðs.
11.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025
Málsnúmer 2502023
Fundargerðir 470. og 471. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar