Hafnarstjórn
330. fundur
22. september 2025
kl.
16:30
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2026
Áframhaldandi umræða um starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2026. Hafnarstjóra og stjórnanda hafna falið að vinna áfram í fjárhagsáætlun. Tekið fyrir á næsta fundi.
Jafnframt leggja formaður og varaformaður hafnarstjórnar Fjarðabyggðar til við hafnarstjórn, í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026, að Menningarstofu Fjarðabyggðar verði falið umhald þeirra styrkja sem hafnarstjórn hefur komið að hvað varðar menningarviðburði í heimabyggð í gegnum tíðina og fái til þess fjármagn frá hafnarsjóði árlega. Er stjórn Menningarstofu falið að útfæra þá styrki innan sinna úthlutunar til menningarmála en hafnarstjórn leggur áherslu á að þær hátíðir og viðburðir sem hún hefur styrkt njóti styrkja áfram. Jafnframt felur hafnarstjórn hafnarstjóra að ganga frá og halda utan um styrki til Sjávarútvegsskólans í framtíðinni í samræmi við fyrri samþykktir hafnarstjórnar vegna hans starfsemi.
Tekur þetta fyrirkomulag gildi á árinu 2026 og mun hafnarstjórn frá því ekki taka fyrir styrkumsóknir er varða þessa málaflokka og skal þeim vísað til Menningarstofu Fjarðabyggðar. Jafnframt mun Menningarstofa og stjórn hennar skila skýrslu til hafnarstjórnar ár hvert um styrkúthlutanir sínar.
Jafnframt leggja formaður og varaformaður hafnarstjórnar Fjarðabyggðar til við hafnarstjórn, í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026, að Menningarstofu Fjarðabyggðar verði falið umhald þeirra styrkja sem hafnarstjórn hefur komið að hvað varðar menningarviðburði í heimabyggð í gegnum tíðina og fái til þess fjármagn frá hafnarsjóði árlega. Er stjórn Menningarstofu falið að útfæra þá styrki innan sinna úthlutunar til menningarmála en hafnarstjórn leggur áherslu á að þær hátíðir og viðburðir sem hún hefur styrkt njóti styrkja áfram. Jafnframt felur hafnarstjórn hafnarstjóra að ganga frá og halda utan um styrki til Sjávarútvegsskólans í framtíðinni í samræmi við fyrri samþykktir hafnarstjórnar vegna hans starfsemi.
Tekur þetta fyrirkomulag gildi á árinu 2026 og mun hafnarstjórn frá því ekki taka fyrir styrkumsóknir er varða þessa málaflokka og skal þeim vísað til Menningarstofu Fjarðabyggðar. Jafnframt mun Menningarstofa og stjórn hennar skila skýrslu til hafnarstjórnar ár hvert um styrkúthlutanir sínar.
2.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2026
Umræða tekin um gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2026 og drög að umgengnisreglum fyrir gámasvæði og uppsátur lögð fram. Hafnarstjórn samþykkir umgegnisreglurnar fyrir sitt leyti og felur stjórnanda hafna að kynna þær samhliða frágangi gjaldskrár fyrir 2026. Jafnframt er horft til þess að gjaldtaka fyrir uppsátrin hefjist í janúar 2027.
3.
Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040
Lögð fram til kynningar greining sem unnin hefur verið fyrir Hafnasamband Íslands og fjallar um fjárfestingar og framtíðaráætlanir hafna á Íslandi.
4.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis uppsjávarfrystihúss
Lögð fram til kynningar umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis uppsjávarfrystihúss Eskju.
5.
Mjóeyrarhöfn skipulagsgreining
Fyrstu tveimur áföngum í greiningu Mjóeyrarhafnar er lokið. Majid Eskafi, hafnarverkfræðingur hjá EFLU, kom á fundinn og kynnir niðurstöður á greiningu hagsmunaaðila og afkastagetu fyrir núverandi notendur Mjóeyrarhafnar. Hafnarstjórn samþykkir að unnið verði að þriðja og fjórða áfanga greiningar á Mjóeyrarhöfn og felur hafnarstjóra að semja við EFLU. Hafnarstjórn samþykkir að þar til niðurstaða greiningar liggur fyrir og heildarstefna fyrir svæðið hefur verið mótuð mun úthlutun lóða á Mjóeyrarhafnarsvæðinu ekki fara fram en hvetur áhugasama til samtals.