Landbúnaðarnefnd
17. fundur
12. janúar 2017
kl.
13:00
-
15:00
í Molanum
Nefndarmenn
Sigurður Baldursson
Formaður
Halldór Árni Jóhannsson
Aðalmaður
Ármann Elísson
Aðalmaður
Þórhalla Ágústsdóttir
Aðalmaður
Marsibil Erlendsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Anna Berg Samúelsdóttir
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Anna Berg Samúelsdóttir
Umhverfisstjóri
Dagskrá
1.
Lausaganga stórgripa
Landbúnaðarnefnd er einhuga um að unnið verði áfram með samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Fjarðabyggð. Nefndin felur umhverfisstjóra að laga orðalag í drögunum og senda samþykktina til frekari umfjöllunar hjá eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Nefndin telur mikilvægt að kynningarferli samþykktarinnar verði hið minnsta sex mánuðir og kynnningarefnið verði kynnt fyrir nefndinni áður en það er sent út.
Nefndin telur mikilvægt að kynningarferli samþykktarinnar verði hið minnsta sex mánuðir og kynnningarefnið verði kynnt fyrir nefndinni áður en það er sent út.
2.
Fyrirkomulag fjallskila og gangnaboð, 2016
Landbúnaðarnefndin fór yfir fyrirkomulag gangna og heimtur. Talið upp það sem vitað var að hefði sést til kinda og lögð til áætlun um hvernig ætti að nálgast skepnurnar.
Fjallskilastjóri Fjarðabyggðar sér til þess að það fé sem vitað er um verði heimt af fjalli.
Fjallskilastjóri Fjarðabyggðar sér til þess að það fé sem vitað er um verði heimt af fjalli.
3.
Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi
Landbúnaðarnefnd vill stuðla að því að halda áfram með verkefnið og felur umhverfisstjóra að vinna að frekari útfærslum fyrir það.
4.
Leigulönd í Fjarðabyggð
Umhverfisstjóri kynnti fyrir landbúnaðarnefnd hvar reglur um leigulönd væri að finna ásamt gjaldskrá og umsóknareyðublöðum. Landbúnaðarnefnd er sátt við fyrirkomulagið.