Fara í efni

Landbúnaðarnefnd

22. fundur
4. apríl 2019 kl. 11:00 - 13:00
í Molanum
Nefndarmenn
Sigurður Baldursson formaður
Ármann Elísson aðalmaður
Sigurður Borgar Arnaldsson aðalmaður
Gunnlaugur Ingólfsson aðalmaður
Starfsmenn
Anna Berg Samúelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Anna Berg Samúelsdóttir Umhverfisstjóri
Dagskrá
1.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Lögð fram að nýju drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði drögunum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 til umfjöllunar til landbúnaðarnefndar.
Nefndin leggur áherslu á að litið verði til þess í stefnunni og þeirri vinnu sem henni fylgir að versla heimafengin aðföng, endurnýting landbúnaðarúrgangs verði raunhæf, hafa hvata til sjálfbærar landnýtinga og sveitarfélagið líti til þess að verktakar vinni í samræmi við stefnuna.
2.
Endurskoðuð fjallskilasamþykkt
Málsnúmer 1903139
Lögð fram endurskoðuð fjallskilasamþykkt starfssvæðis SSA ásamt bókun starfshóps um endurskoðunina dagsett 20. mars 2019. Stjórn SSA hefur samþykkt að senda endurskoðaða samþykkt út til samþykktar eða ábendinga hjá sveitarfélögum á starfssvæði SSA.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði endurskoðaðri fjallskilasamþykkt til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd.
Landbúnaðarnefnd bókar eftirfarandi um endurskoðaða fjallskilasamþykkt: Fyrsta setning 11. gr. verði orðalagið upprekstrarheimalönd í stað heimalönd. Í 2 mgr. 20 gr. verði orðið landeigandi endurskoðað. Varðandi viðauka I þarf að bæta við Stóru-Breiðuvík og Útstekk sem aukaréttir. Jafnframt bendir nefndin á að SSA skipi hið fyrsta markavörð.
Landbúnaðarnefnd beinir því til SSA að endurskoða þurfi lög um fjallskil nr. 6/1986.
3.
Hrafnar við gámaþjónustusvæðið á Reyðarfirði
Málsnúmer 1904007
Lagt fyrir landbúnaðarnefnd minnisblað umhverfisstjóra er varðar ábendingu íbúa um að hrafnar haldi til við gámasvæðið á Reyðarfiðri þar sem er móttaka lífrænsúrgangs.
Landbúnaðarnefnd óskar eftir því að fundin verði lausn á því að rándýr hafi aðgengi að lífrænum úrgangi. Felur nefndin umhverfisstjóra að senda málið áfram til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og heilbrigðisnefndar Austurlands.