Fara í efni

Landbúnaðarnefnd

23. fundur
24. apríl 2019 kl. 13:00 - 15:00
í Molanum
Nefndarmenn
Sigurður Baldursson formaður
Ármann Elísson aðalmaður
Sigurður Borgar Arnaldsson aðalmaður
Gunnlaugur Ingólfsson aðalmaður
Starfsmenn
Anna Berg Samúelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Anna Berg Samúelsdóttir Umhverfisstjóri
Dagskrá
1.
766.mál til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða)
Málsnúmer 1904037
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði erindi Alþingis, innsent með tölvupósti frá nefndarsviði Alþingis, dagsett 4. Apríl 2019, til landbúnaðarnefndar þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl.(innflutningur búfjárafurða).

Landbúnaðarnefnd Fjarðabyggðar hafnar alfarið innflutningi á hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurvörum. Með samþykkt þessa frumvarps sem liggur fyrir Alþingi Íslendinga væri ekki aðeins verið að bæta við þá efnahagslegu ógn sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir heldur væri einnig verið að skapa nýja og mjög umtalsverða ógn bæði við heilbrigði manna og dýra á Íslandi.
Ef fyrirliggjandi frumvarp verður að lögum markar það ákveðin tímamót í umhverfi landbúnaðarins og því verður að leggja áherslu á að gerðar verði sömu kröfur til innlendrar og erlendar framleiðslu með tilliti til aðbúnaðar dýra og notkunar á sýklayfjum.