Fara í efni

Landbúnaðarnefnd

27. fundur
7. apríl 2021 kl. 14:00 - 16:00
í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Baldursson formaður
Ármann Elísson aðalmaður
Marsibil Erlendsdóttir aðalmaður
Sigurður Borgar Arnaldsson aðalmaður
Guðný Harðardóttir varamaður
Starfsmenn
Anna Berg Samúelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Anna Berg Samúelsdóttir Umhverfisstjóri
Dagskrá
1.
Sauðfé í þéttbýli - úrræði
Málsnúmer 2103192
Landbúnaðarnefnd vann tillögur að úrbótum vegna ágangsfjárs í þéttbýli Fjarðabyggðar. Nefndin felur umhverfisstjóra frekari úrvinslu tillagnanna og leggja þær fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Jafnframt er umhverfisstjóra falið að ræða við Vegagerðina í samræmi við umræðir á fundinum.
2.
Fjárréttir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808042
Landbúnaðarnefnd fór yfir ástand fjárrétta og girðinga í Fjarðabyggð. Nefndin felur umhverfisstjóra að vinna frekar með málið í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
3.
Fjallskil og gangnaboð 2021
Málsnúmer 2103090
Lagt fram minnisblað umhverisstjóra um fjallskil og eftirleitir síðustu ár í Fjarðabyggð. Landbúnaðarnefnd fjallaði um málið, umhverfisstjóra falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt var rætt ástand skógræktargirðinga og umhverfisstjóra falið að fylgja því máli eftir í samræmi við umræður á fundinum.
4.
Varnarlínur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2104020
Lagt fyrir landbúnaðarnefnd minnisblað búfjáreftirlitsmanns MAST er varðar sauðfjárveikivarnarlínu í Fjarðabyggð. Umhverfisstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.