Fara í efni

Mannvirkja og veitunefnd

1. fundur
29. júní 2022 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Elís Pétur Elísson varaformaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir varamaður
Ívar Dan Arnarson varamaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Erindisbréf mannvirkja- og veitunefndar
Málsnúmer 2205297
Framlagt erindisbréf mannvirkja- og veitunefndar til kynningar fyrir nefndina.
2.
Framkvæmdasvið verkefni 2022
Málsnúmer 2204123
Lagt fram minnisblað um framkvæmdir ársins 2022 til kynningar. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðstjóra að fara yfir fjárhagslega stöðu byggingu íþróttahússins á Reyðarfirði við lok verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð.
3.
Fjarðabyggðarhöll - ástand og aðgerðir
Málsnúmer 2001140
Lagt fram til kynningar minnisblað Mannvits vegna burðarvirkis stálgrindar í þaki Fjarðabyggðarhallarinnar, dagsett 21. október 2021. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið fyrir nefndina að nýju þegar skýrslan er tilbúin.
4.
Opin leiksvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1810205
Lögð fram til kynningar skýrsla um leiksvæði í Fjarðabyggð.