Fara í efni

Mannvirkja og veitunefnd

10. fundur
1. febrúar 2023 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Elís Pétur Elísson varaformaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson embættismaður
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Framkvæmdasvið verkefni 2022
Málsnúmer 2204123
Farið yfir þær framkvæmdir sem verða helstar á árinu 2023 og hvað var gert á árinu 2022.
Nú hafa framkvæmdir staðið yfir í íþróttahúsinu á Eskifirði og það sem búið er að rífa lítur betur út en á horfðist miðað við það sem var opnað fyrst. Sérfræðingar EFLU koma um miðjan febrúar til að vinna úttekt á íþróttahúsinu og grunnskóla Eskifjarðar og munu taka sýni ef þeir telja þörf á. EFLA mun leggja fram úrbótaáætlun í framhaldi af þeirri vinnu.
Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna tillögu að gatnaframkvæmdum ársins og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.
2.
Grunnskólabörn Fáskrúðsfjarðar - Umferðaröryggi, gangbrautir og lýsing
Málsnúmer 2301205
Bæjarráð vísar erindi frá börnum í 3. og 4. bekk í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar varðandi umferðaröryggi á Fáskrúsðfirði til úrvinnslu í nefndinni.
Mannvirkja- og veitunefnd þakkar fyrir erindið og felur forstöðumanni veitna að vinna málið áfram í samstarfi við forsvarsmenn Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.