Mannvirkja og veitunefnd
12. fundur
22. mars 2023
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Elís Pétur Elísson
varaformaður
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
aðalmaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson
embættismaður
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2023
Kynnt sú vinna sem hefur verið unnin fyrir Fjarðabyggð varðandi sameiningu útrása og væntanlega hreinsun á fráveitu í öllum byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Farið yfir kostnað og umfang verkefnisins. Mannvirkja- og veitunefnd felur forstöðumanni veitna að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
2.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
Farið yfir framkvæmdir ársins og forgangsröðun verkefna í samræmi við fjárhagsáætlun. Mannvirkja- og veitunefnd felur forstöðumanni veitna að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
3.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
Lagður fram samningur um efnisnám á Mjóeyrarhöfn og Klöppum Reyðarfirði. mannvirkja- og veitunefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að klára samninginn og leggja fyrir að nýju.
4.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
Lagt fram erindi varðandi hleðslustöðvar í Fjarðabyggð frá e1. mannvirkja- og veitunefnd felur forstöðumanni veitna að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
5.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
farið yfir viðhaldverkefni ársins. mannvirkja- og veitunefnd felur fasteigna og framkvæmdafulltrúa að vinna málið áfram á milli funda og leggja fyrir að nýju.