Fara í efni

Mannvirkja og veitunefnd

13. fundur
21. apríl 2023 kl. 14:00 - 15:52
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Elís Pétur Elísson varaformaður
Ívar Dan Arnarson varamaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason Forstöðumaður Veitna
Dagskrá
1.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
Málsnúmer 2303230
Lögð fram lokaskýrsla Eflu vegna innivistar í Grunnskóla Eskifjarðar sem skilað var 19.apríl. Bæjarstjóri fór yfir ráðstafanir til að tryggja skólastarf út skólaárið vegna lokunar á 1.hæð grunnskólans. Unnið er að á framkvæmdarsviði að áætlun um viðgerðir við skólann á sumri komandi. Tekið fyrir hjá nefndinni á næsta fundi þegar áætlun liggur fyrir.
2.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
Málsnúmer 2303230
Lagður fram viðauki sem trúnaðarmál við samning um malbikunarstöð vegna efnistöku í Reyðarfirði. Mannvirkja og veitunefnd samþykkir viðaukan og felur bæjarstjóra frágang hans og undirritun.
3.
Tenging vatnsveitu við sumarbústaðarlandið í Skuggarhlíðarhálsi (Seldal)
Málsnúmer 2304176
Erindi sumarhúsaeiganda í Seldal lagt fram er varðar tengingu á vatnsveitu við sumarhúsabyggðina. Forstöðumanni veitna falið að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir nefndina á nýju.
4.
Uppsetning Mílu á fjarskiptamastri á Fjarðabyggðahöllinni Reyðarfirði
Málsnúmer 2304066
Framlagður samningur við Mílu varðandi fjarskiptamastur á Fjarðabyggðarhöllinni. Nefndir samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
5.
Skólalóð Grunnskóla Reyðarfjarðar
Málsnúmer 2304099
Erindi frá stjórendum grunnskóla Reyðarfjarðar er varðar skipulag á skólalóð. Nefndir þakkar fyrir erindið og mun taka það inní fjárhagsáætlunar vinnu fyrir komandi ár. Framkvæmdasviði falið að halda utan um málið.
6.
Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Málsnúmer 2302021
Vísað frá bæjarráði niðurstöður vegna úrgangsmála í Fjarðabyggð. Nefndin mun taka uppsetningu og rekstur grenndarstöðva til frekari útfærslu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð. Vísað til verkefnastjóra umhverfismála til vinnslu. Áfram verður unnið að innleiðingu klippikorta 1.júní næstkomandi samkvæmt fyrri samþykktum.