Fara í efni

Mannvirkja og veitunefnd

14. fundur
17. maí 2023 kl. 16:00 - 19:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Elís Pétur Elísson varaformaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024
Málsnúmer 2305071
Fjármálastjóri mætti á fund nefndarinnar og fór yfir fjárhagsáætlungerðina.
2.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
Málsnúmer 2303230
Sviðstjóri framkvæmdasviðs fer yfir sýnar tillögur að forgangsröðun á framkvæmdum ársins. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir tillögur sviðsstjóra og felur honum að afla framkvæmdaleyfis. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram tillögur að gatnaframkvæmdum.
3.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
Málsnúmer 2303230
Greinagerð fasteigna og framkvæmdafulltrúa lögð fram til kynningar.
4.
Fjarðabyggðarhöll - ástand og aðgerðir
Málsnúmer 2001140
Engar vísbendingar eru um að burðaþol þaksins sé ábótavant. Sviðsstjóra falið að kalla eftir endanlegri lokaskýrslu frá Mannvit.
5.
Eskifjarðarvöllur - uppbygging og staða
Málsnúmer 2002143
Mannvirkja- og veitunefnd ræddi um verkefnið og ítrekar mikilvægi þess að til staðar sé skýr framtíðarsýn um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Fjarðabyggð. Vísað til starfshóps um íþróttamannvirki Fjarðabyggðar.
6.
Framtíð kaupa á skerðanlegri raforku til fjarvarmaveitna
Málsnúmer 2305077
Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðsstjóra að svara orkusölunni samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði en ítrekar mikilvægi þess að núverandi samningar haldist óbreyttir.
7.
Erindi vegna jarðhita í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2305121
Mannvirkja og veitunefnd þakkar fyrir erindið. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að skoða möguleika á endurgreiðslu vegna vistvænnar hönnunar hitaveitu Eskifjarðar. Mannvirkja- og veitunefnd telur mikilvægt að skýr stefna sé til staðar við uppbyggingu hitaveitu í Fjarðabyggð.
8.
Ungmennaráð 2022
Málsnúmer 2203101
Mannvirkja- og veitunefnd tekur undir erindi ungmennaráðs og felur forstöðumanni veitna að yfirfara lýsingu í sveitarfélaginu
9.
Samskiptastefna 2022-2026
Málsnúmer 2210143
Mannvirkja- og veitunefnd þakkar kynninguna.