Fara í efni

Mannvirkja og veitunefnd

19. fundur
27. september 2023 kl. 16:30 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Elís Pétur Elísson varaformaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024
Málsnúmer 2305071
Lagt fram bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2024, annars vegar rekstur málaflokka í A hluta og hins vegar rekstur sjóða í A hluta. Mannvirka- og veitunefnd felur sviðsstjóra og formanni að vinna launaáætlun áfram og bera undir nefnd.
2.
Erindi Jaspis ágúst 2023
Málsnúmer 2308173
Vísað frá bæjarráði til fjárhagsáætlunargerðar 2024, erindi Jaspis félags eldriborgara á Stövarfirði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024
3.
Gjaldskrá fráveitu 2024
Málsnúmer 2309152
Gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2024 lögð fram til umræðu. Lagt fyrir að nýju.
4.
Gjaldskrá hitaveitu 2024
Málsnúmer 2309155
Gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2024 lögð fram til umfjöllunar. Lagt fyrir að nýju.
5.
Gjaldskrá vatnsveitu 2024
Málsnúmer 2309167
Gjaldskrá vatnsveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar. Lagt fyrir að nýju.
6.
Gjaldskrá fjarvarmaveita 2024
Málsnúmer 2309099
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar ásamt minnisblaði fjármálastjóra. Lagt fyrir að nýju.
7.
Samráðsfundir vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu
Málsnúmer 2309129
Samráðsfundir vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu. Sviðsstjóra falið að mæta fyrir hönd Fjarðabyggðar.
8.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
Málsnúmer 2303230
Sviðsstjóri fer yfir hönnun og kostnaðaráætlun fyrir Tröllaveginn í Neskaupstað. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir að fara í framkvæmdina við Tröllaveg og vísar fjármögnunni til bæjarráðs samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði.