Fara í efni

Mannvirkja og veitunefnd

20. fundur
10. október 2023 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Elís Pétur Elísson varaformaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024
Málsnúmer 2305071
Lagt fram bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2024, annars vegar rekstur málaflokka í A hluta og hins vegar rekstur sjóða í A hluta. Vísað til áframhaldandi vinnu fjárhagsáætlunargerðar.
2.
Gjaldskrá fráveitu 2024
Málsnúmer 2309152
Gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2024 lögð fram til umræðu. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðsstjóra að vinna gjaldskrá í samræmi við umræður og leggja fyrir á næsta fund.
3.
Gjaldskrá hitaveitu 2024
Málsnúmer 2309155
Gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2024 lögð fram til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðsstjóra að vinna gjaldskrá í samræmi við umræður og leggja fyrir á næsta fund.
4.
Gjaldskrá vatnsveitu 2024
Málsnúmer 2309167
Gjaldskrá vatnsveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðsstjóra að vinna gjaldskrá í samræmi við umræður og leggja fyrir á næsta fund.
5.
Gjaldskrá fjarvarmaveita 2024
Málsnúmer 2309099
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar ásamt minnisblaði fjármálastjóra. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir tillögu fjármálastjóra á breytingum á gjaldskrá.
6.
Lúðvíkshúsið endurbyggt
Málsnúmer 1811023
Vísað frá stjórn menningarstofu og safnastofnunar til mannvirkja- og veitunefndar að framkvæmdum við endurbyggingu Lúðvíkshúss verði lokið á árinu 2024 og gert verði ráð fyrir fjármagni til verksins í fjárfestingaráætlun. Vísað í fjárhagsáætlunargerð.
7.
Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti
Málsnúmer 2309231
Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti. Erindi tekið fyrir og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
8.
Egilsbraut 4 - Nytjamarkaður ósk um aukið rými
Málsnúmer 2310038
Framlagt erindi nytjamarkaðarins Steinsins í Neskaupstað. Framlagt og kynnt.
9.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
Málsnúmer 2303230
Vísað til bæjarráðs.