Fara í efni

Mannvirkja og veitunefnd

21. fundur
18. október 2023 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Elís Pétur Elísson varaformaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024
Málsnúmer 2305071
Sviðsstjóri kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun á sviði nefndrinnar fyrir árið 2024 ásamt fjárfestingaráætlun fyrir árið. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðsstjóra að útfæra fjárhagsáætlun nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum og vísað til endanlegrar ákvörðunar bæjarráðs.
2.
Römpum upp Ísland
Málsnúmer 2203163
Mannvirkja- og veitunefnd tekur vel í erindið og felur aðgengisfulltrúa sveitafélagsins að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
3.
Tjaldsvæði 2022
Málsnúmer 2203199
Lagt fram til samþykktar afmörkun landssvæði fyrir tjaldsvæði til söluferlis í Fjarðabyggð. mannvirkja- og veitunefnd samþykkir staðsetningu á framlögðu minnisblaði og vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá fráveitu 2024
Málsnúmer 2309152
Gjaldskrá fráveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2024 lögð fram til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fráveitu sem taki gildi 1.1.2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá vatnsveitu 2024
Málsnúmer 2309167
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir árið 2024 lögð fram til umræðu ásamt minnisblaði sviðsstjóra. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá vatnsveitu sem taki gildi 1.1.2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
6.
Gjaldskrá hitaveitu 2024
Málsnúmer 2309155
Gjaldskrá hitaveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá hitaveitu sem taki gildi 1.1.2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
7.
Gjaldskrá fjarvarmaveita 2024
Málsnúmer 2309099
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fjarvarmaveitu sem taki gildi 1.1.2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs