Fara í efni

Mannvirkja og veitunefnd

3. fundur
7. september 2022 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson varamaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson embættismaður
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Snorri Styrkársson
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023
Málsnúmer 2208082
Lagður fram rammi bæjarráðs að fjárhagsáætlun ársins 2023 ásamt reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2023.
Fjármálastjóri kynnir helstu áherslur bæjarráðs fyrir vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2023.
Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi.
2.
Rekstrarform Hitaveitu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2208146
Vísað frá bæjarráði til kynningar minnisblaði KPMG um áhrif þess ef breyting verður gerð á bókhaldslegu rekstrarformi Hitaveitu Fjarðabyggðar með tilliti til skattaumhverfis opinberra orku fyrirtækja.
3.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2021
Málsnúmer 2208075
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2021 lagður fram til kynningar. Hefur þegar verið samþykktur í samstæðureikningi Fjarðabyggðar.
4.
Álagning vatnsgjalds - breytt aðferð álagningar
Málsnúmer 2002002
Lögð fram til kynningar samþykkt bæjarráðs frá 22.8. 2022 breytingu á álagningu vatnsgjalds á grunni samantektar fjármálastjóra á hugmyndum um breytingu á álagningu vatnsgjalds í Fjarðabyggð frá 2020. Bókun bæjarráðs var "samþykkir að hefja vinnu við breytingu á framsetningu álagningar á vatnsgjaldi þar sem horft verður til stærðar eigna í sveitarfélaginu í stað verðmætis. Fjármálastjóra falið að hefja þá vinnu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2023."
5.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2021
Málsnúmer 2208076
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2021 lagður fram til kynningar. Hefur þegar verið samþykktur í samstæðureikningi Fjarðabyggðar.
6.
Fráveitustyrkir - Fjarðabyggð
Málsnúmer 2207109
Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar fékk styrk vegna framkvæmda við fráveitur, hönnun á fráveitum sveitarfélagsins, á árinu 2022.
Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram á milli funda og leggja fyrir að nýju.
7.
Bréf frá íbúasamtökum Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 2208086
Lagt fram erindi frá íbúasamtökum Stöðvarfjarðar. Mannvirkja- og veitunefnd þakkar íbúasamtökum Stöðvarfjarðar erindið og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að fara yfir þau verkefni sem í erindinu eru og hafa þau í huga fyrir áætlanir næstu missera.
8.
Björgunnarhringir við vötn í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2209018
Framlagður tölvupóstur frá Slysavarnardeildinni Hafdísi á Fáskrúðsfirði um uppsetningu björgunarhringja við vötn í Fjarðabyggð.
Vísað frá bæjarráði til mannvirkja- og veitunefndar til úrvinnslu.
Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið á sama hátt og við Andapollinn á Reyðarfirði.
9.
Mannvirkja- og veitunefnd
Málsnúmer 2209034
Tillaga að fundarplani haustsins 2022 hjá mannvirkja- og veitunefnd. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir fundarplan haustsins 2022