Mannvirkja og veitunefnd
6. fundur
12. október 2022
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varamaður
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
aðalmaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson
embættismaður
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023
Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðstjóra að útfæra fjárhagsáætlun nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum og vísað til endanlegrar ákvörðunar bæjarráðs.
2.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2023
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2023 lögð fram til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd vísar gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2023
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2023. Mannvirkja- og veitunefnd vísar gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2023
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2023 tekin til umræðu. Mannvirkja- og veitunefnd vísar gjaldskrá fjarvarmaveitu Fjarðabyggðar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
5.
Erindi frá áhugahóp um Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði.
Erindi frá áhugahóp um Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði. Mannvirkja- og veitunefnd þakkar erindið og felur sviðstjóra að ræða við fjölskyldu- og útivistarsvæðis á Fáskrúðsfirði.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2023
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar vísar til mannvirkja- og veitunefndar að kanna með hagræðingu orkukaupa vegna reksturs húsnæðis í málaflokknum. Þar er átt við m.a. félagsheimili og söfn og tækifæri til útboðs orkukaupa. Mannvirkja- og veitunefnd felur forstöðumanni veitna að skoða innkaup á orku.
7.
Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar
Fram lagt erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar um tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð.
Bæjarráð vísaði erindinu til nefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd tekur vel í erindi frá UNICEF á Íslandi og mun halda áfram að skapa barnavænar leiðir til þáttöku.
Bæjarráð vísaði erindinu til nefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd tekur vel í erindi frá UNICEF á Íslandi og mun halda áfram að skapa barnavænar leiðir til þáttöku.
8.
Fyrirspurn um framtíð tjaldsvæðis á Stöðvarfirði
Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar og kostnaðargreiningar mannvirkja- og veitunefndar fyrirspurn Íbúasamtaka á Stöðvarfirði um framtíð tjaldsvæðisins á Stöðvarfirði og staðsetningu þess á íþróttavelli. Mannvirkja- og veitunefnd bíður með að svara erindinu á meðan verið er að klára minnisblað varðandi tjaldsvæði í Fjarðabyggð.
9.
Gjaldskrá fráveitu 2023
Gjaldskrá fráveitu 2023 tekin til umræðu. Mannvirkja- og veitunefnd vísar gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.