Mannvirkja og veitunefnd
9. fundur
11. janúar 2023
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Elís Pétur Elísson
varaformaður
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
aðalmaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson
embættismaður
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Jón Grétar Margeirsson
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Eignarsjóður 735 íþróttarhúsið Eskifirði
Lögð fram til kynningar úttekt á íþróttahúsinu á Eskifirði. Mannvirkja- og veitunefnd felur framkvæmdasviði að láta vinna heildarúttekt á húsnæðinu og leggja fram úrbótaáætlun með kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Lagt fram til kynningar minnisblað um niðurstöður á rakaskoðun í grunnskólanum á Eskifirði. Mannvirkja- og veitunefnd felur framkvæmdasviði að láta vinna heildarúttekt á húsnæðinu og leggja fram úrbótaáætlun með kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Erindi frá íbúum í Breiðablik
Framlagt erindi frá íbúum í Breiðablik í Neskaupstað um aðstöðu þeirra í húsnæðinu og ráðstöfun þess. Mannvirkja- og veitunefnd felur framkvæmdasviði að fara yfir erindið í samstarfi við félagsmálanefnd og ræða við íbúa og leggja fyrir að nýju.
4.
Úttekt á stöðu og framtíðarhorfur nýtingar jarðhita til húshitunar
Að beiðni Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins (URN) hefur ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) tekið sér að gera úttekt á stöðu nýtingar og framtíðarhorfum hjá hitaveitum landsins. Lagt fram til kynningar bréf þar sem gerð er grein fyrir þessu verkefni.
Mannvirkja- og veitunefnd felur forstöðumanni veitna að vinna framtíðarsýn fyrir Hitaveitu Eskifjarðar og skoða frekari möguleika á jarðhita nýtingu í Fjarðabyggð.
Mannvirkja- og veitunefnd felur forstöðumanni veitna að vinna framtíðarsýn fyrir Hitaveitu Eskifjarðar og skoða frekari möguleika á jarðhita nýtingu í Fjarðabyggð.
5.
735 Bleiksárhlíð 55 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi og stækkun lóðar
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Bleiksárhlíð 55, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning. Nefndin vísar málum er varðar aðgengi að íbúðarhúsinu áfram til mannvirkja- og veitunefndar. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir að íbúar að Bleiksárhlíð 55, Eskifirði geri aðgengi að húsinu er rúmast innan lóðarstækkunarinnar með fyrirvara um skriflegt samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
6.
Reglubundið eftirlit - Drög að eftirlitsskýrslu vegna Fjarðabyggð Rimi Mjóafirði_Fjarðabyggð Rimi Mjóafirði
Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla á urðunarstaðnum Rima í Mjóafirði frá Umhverfisstofnun