Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

1. fundur
21. júní 2018 kl. 17:30 - 18:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Erindisbréf menningar- og nýsköpunarnefndar
Málsnúmer 1805120
Vísað frá bæjarstjórn til kynningar fagnefndar erindisbréfi nefndarinnar.
Framlagt uppfært erindisbréf menningar- og nýsköpunarnefndar.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir framlagt erindisbréf.
2.
Málefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2018
Málsnúmer 1803046
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnarfundur Tónlistarmiðstöðvar 24.5.2018. Bæjarráð tilnefnir Magna Þór Harðarson sem fulltrúa Fjarðabyggðar í stjórn Tónlístarmiðstöðvar til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar jafnframt til menningar- og nýsköpunarnefndar að samþykktir Tónlistarmiðstöðvarinar verði endurskoðaðar.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að óskað verði eftir tilnefningu nýrra fulltrúa Austurbrúar og Sóknarnefndar Eskifjarðarkirkju í stjórn. Óskað er eftir að tilnefningar berist fyrir 20. júlí 2018.
3.
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2018
Málsnúmer 1805082
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnarfunda Héraðsskjalasafns Austurlands frá 26. ferbrúar og 23. apríl sl.
4.
100 ára fullveldisafmæli
Málsnúmer 1705146
Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá nefnd um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands.
5.
Útilistaverk - Odee
Málsnúmer 1612131
Framlögð gögn vegna útilistaverks Odee, teikningar og ferli málsins kynnt.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar framlagt erindi frá listamanninum Odee. Nefndin getur ekki þekkst gott boð og hafnar erindinu.