Menningar- og nýsköpunarnefnd
10. fundur
18. febrúar 2019
kl.
17:00
-
18:55
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Kristín Arna Sigurðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Tinna Guðmundsdóttir og Karna Sigurðardóttir forstöðumaður menningarstofu sátu þennan lið fundarins og kynntu drög að nýrri menningarstefnu. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni menningarstofu að vinna stefnuna áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
Framlagt minnisblað upplýsinga- og kynningafulltrúa vegna stefnumótunar Fjarðabyggðar í ferðamálum. Í minnisblaðinu er lagt til að settur verði saman starfshópur sem vinna mun að mótun stefnunnar. Lagt er til að hópinn skipi formaður menningar- og nýsköpunarnefndar, upplýsinga- og kynningarfulltrúi og atvinnu- og þróunarstjóri. Auk þess er lögð fram tillaga að erindisbréfi starfshópsins. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir skipan hópsins og erindisbréf hans.
3.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Sinfóníuhljómsveitar Austurlands um menningarstyrk á árinu 2019 vegna tónleika sveitarinnar í lok mars 2019. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja tónleikana um 250.000 kr.
4.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Eistnaflugs um menningarstyrk á árinu 2019 vegna dagsferðar með erlenda blaðamenn og ljósmyndara í Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk.
5.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Eistnaflugs um menningarstyrk á árinu 2019 vegna verkefnisins Stelpur rokka, litlar rokkbúðir, vinnustofur og sjálfstyrking fyrir börn á Eistnaflugi. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 120.000 kr.
6.
Umsókn um styrki til menningarmála
Kristinn Þór Jónasson vék af fundi í tengslum við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið. Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna uppbyggingar æfingahúsnæðis fyrir hljómsveitir á Eskifirði. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr.
7.
Umsókn um styrki til menningarmála
Kristinn Þór Jónasson vék af fundi í tengslum við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið. Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna bíósýninga í tengslum við bæjarhátíðina Útsæði - "Leiftur frá liðinni tíð". Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr.
8.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna tónleika blásarakvintetts fyrir börn. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja tónleikana um 100.000 kr.
9.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna uppsetningar á óperunni Koss hrafnsins. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja viðburðinn um 100.000 kr.
10.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna skráningar muna í Minjasafn Antons Helgasonar á Stöðvarfirði. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
11.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna pönktónleikaraðarinnar "V-5". Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
12.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna einleiksins "Skarfur". Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk.
13.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna tónleikaraðarinnar "Silo Sessions" í Sköpunarmiðstöðinni Stöðvarfirði. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 150.000 kr.
14.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna bíósýninga í Fjarðabyggð. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk.
15.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna gerðar heimildamyndar um Sögu Eiðaskóla. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
16.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna sýninga á örleikritum í leikskólum Fjarðabyggðar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
17.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna útgáfu á austfirskri alþýðutónlist. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
18.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna sýninga Leikhópsins Lottu á leikritinu Rauðhetta. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
19.
Söngleikur - umsókn um styrk til Menningar-og nýsköpunarnefndar
Umsókn um menningarstyrk á árinu 2019 vegna uppsetningar Djúpsins á söngleiknum Mamma Mía. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
20.
Styrkbeiðni vegna sagnfræðirannsóknar
Beiðni Hrafnkels Lárussonar um styrk vegna sagnfræðirannsóknar. Menningar- og nýsköpunarnefnd frestar afgreiðslu málsins.