Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

11. fundur
18. mars 2019 kl. 17:00 - 19:16
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Kristín Arna Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805211
Endurskoðuð drög menningarstefnu lögð fram. Menningar- og nýsköpunarnefnd vísar drögum að menningarstefnu til fastanefnda til kynningar.
2.
17. júní 2019
Málsnúmer 1902044
Minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa um tilhögun hátiðahalda 17. júní 2019 í Fjarðabyggð. Bæjarráð hefur óskað eftir að menningar- og nýsköpunarnefnd leggi fram tillögu að fyrirkomulagi 17.júní. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála tillögu í minnisblaði um að hátíðahöldin færist á milli byggðakjarna. Nefndin telur rétt að í samningi bæjarins og framkvæmdaraðila hverju sinni, liggi fyrir kostnaðaráætlun hátíðarinnar og greiðslur og skyldur samningsaðila séu skilgreindar.
3.
Tendrun jólaljósa 2019
Málsnúmer 1902045
Minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa vegna fyrirkomulags viðburða við tendrun jólaljósa 2019. Bæjarráð hefur óskað eftir við menningar- og nýsköpunarnefnd að nefndin leggi fram tillögu að fyrirkomulagi tendrunar jólaljósa 2019. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála um að leitað verði eftir samstarfi við leik- og grunnskóla um framkvæmd tendrunar ljósa á jólatrjánum. Fræðslustjóra og upplýsinga- og kynningarfulltrúa falið að útfæra og framkvæma tillöguna.
4.
Tindar og toppar á ensku
Málsnúmer 1811102
Beiðni um styrk vegna þýðingar og útgáfu á bókinni Tindar og Toppar á ensku. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur ekki tök á að veita styrk.
5.
Styrkbeiðni vegna sagnfræðirannsóknar
Málsnúmer 1901179
Beiðni Hrafnkels Lárussonar um styrk vegna sagnfræðirannsóknar. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur ekki tök á að veita styrk.
6.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Lögð fram að nýju drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 til umfjöllunar menningar- og nýsköpunarnefndar, félagsmálanefndar, fræðslunefndar, hafnarstjórnar, íþrótta- og tómstundanefndar, landbúnaðarnefndar, ungmennaráðs og safnanefndar.
7.
Fundagerð Héraðsskjalasafns Austurlands 2019
Málsnúmer 1903035
Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafnsins frá 20.febrúar 2019, lögð fram til kynningar.
8.
Safnanefnd - 7
Málsnúmer 1902009F
Fundargerð safnanefndar nr. 7 lögð fram til umfjöllunar og kynningar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir fundargerð safnanefndar nr. 7 með 5 atkvæðum.
9.
Safnanefnd - 8
Málsnúmer 1903005F
Fundargerð safnanefndar nr. 8 lögð fram til umfjöllunar og kynningar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir fundargerð safnanefndar nr. 8 með 5 atkvæðum.