Menningar- og nýsköpunarnefnd
12. fundur
29. apríl 2019
kl.
17:00
-
18:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Fastanefndir hafa fjallað um menningarstefnuna og bárust engar athugasemdir við efni hennar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir menningarstefnu Fjarðabyggðar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
2.
Hús frístunda
Farið var yfir stöðu mála vegna hús frístundanna sem fyrirhugað er að setja á laggirnar í Egilsbúð í Neskaupstað.
3.
Umsókn um styrki til menningarmála
Beiðni Einars Ágústs Víðissonar um styrk vegna útgáfu á tónlist. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar góða umsókn en þar sem styrkbeiðnir eru að öllu jöfnu afgreiddar á fyrri hluta árs, frestar nefndin ákvörðun um veitingu styrks. Nefndin felur forstöðumanni stjórnsýslu að vera í sambandi við styrkbeiðanda og upplýsa hann um framhald málsins.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýskopunarnefndar 2020
Undirbúningur fjárhagsáætlunargerðar 2020. Kaflar starfsáætlunar, breytingar á forsendum og umhverfi og verkefnum teknir til umræðu. Farið var yfir starfsáætlun 2019.
5.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
Lagt fram minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa varðandi vinnu við gerð ferðamálastefnu Fjarðabyggðar.