Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

13. fundur
27. maí 2019 kl. 17:00 - 18:35
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýskopunarnefndar 2020
Málsnúmer 1904132
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins og gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2020.
2.
Málefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2018
Málsnúmer 1803046
Umræða um stöðu Tónlistarmiðstöðvar Austurlands.
3.
Samningur um Sómastaði í Reyðarfirði
Málsnúmer 1904175
Lögð fram drög að samningi um umsjón (samstarf) með húsnæði Sómastaða í Reyðarfirði. Safnanefnd hefur hafnað erindi varðandi umsjón Sómastaða í Reyðarfirði. Menningar- og nýsköpunarnefnd staðfestir ákvörðun safnanefndar.
4.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
Málsnúmer 1811077
Formaður gerði grein fyrir stöðu mála í tengslum við mótun stefnu í ferðaþjónustu.
5.
Safnanefnd - 9
Málsnúmer 1904030F
Fundargerð Safnanefndar, nr. 9 frá 2.maí 2019, lögð fram til samþykktar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir fundargerð með 3 atkvæðum.