Menningar- og nýsköpunarnefnd
13. fundur
27. maí 2019
kl.
17:00
-
18:35
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýskopunarnefndar 2020
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins og gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2020.
2.
Málefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2018
Umræða um stöðu Tónlistarmiðstöðvar Austurlands.
3.
Samningur um Sómastaði í Reyðarfirði
Lögð fram drög að samningi um umsjón (samstarf) með húsnæði Sómastaða í Reyðarfirði. Safnanefnd hefur hafnað erindi varðandi umsjón Sómastaða í Reyðarfirði. Menningar- og nýsköpunarnefnd staðfestir ákvörðun safnanefndar.
4.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
Formaður gerði grein fyrir stöðu mála í tengslum við mótun stefnu í ferðaþjónustu.
5.
Safnanefnd - 9
Fundargerð Safnanefndar, nr. 9 frá 2.maí 2019, lögð fram til samþykktar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir fundargerð með 3 atkvæðum.