Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

14. fundur
11. júní 2019 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2020
Málsnúmer 1904132
Farið var yfir áherslur menningar- og nýsköpunarnefndar í starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2020. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir framkomnar áherslur Menningarstofu Fjarðabyggðar í málaflokknum og þær áherslur er snúa að nýsköpun og ferðaþjónustu. Nefndin felur jafnframt forstöðumanni stjórnsýslu að senda tillögu að starfsáætlun til fjármálasviðs og bæjarráðs. Áherslur Safnastofnunar Fjarðabyggðar bíða enn um sinn yfirferðar safnanefndar.