Menningar- og nýsköpunarnefnd
15. fundur
27. júní 2019
kl.
16:30
-
17:35
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Tilnefningar til menningarverðlauna SSA
Óskað er eftir tilnefningum til menningarverðlauna SSA fyrir 15.ágúst.
Menningar- og nýsköpunarnefnd tilnefndir bæjarhátíðina Franska Daga á Fáskrúðsfirði fyrir að hafa auðgað menningarlíf og ræktað tengsl við vinabæi Fjarðabyggðar í Frakklandi.
Menningar- og nýsköpunarnefnd tilnefndir bæjarhátíðina Franska Daga á Fáskrúðsfirði fyrir að hafa auðgað menningarlíf og ræktað tengsl við vinabæi Fjarðabyggðar í Frakklandi.
2.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
Lagt fram til kynningar minnisblað upplýsinga- og kynningafulltrúa um stöðu mála varðandi mótun ferðamálastefnu Fjarðabyggðar.
3.
Könnun á tómstundariðkun barna í Fjarðabyggð
Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur lagt fyrir könnun um tómstundaiðkun barna í 5.-10. bekk í Fjarðabyggð. Frumniðurstöðum er vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd, fræðslunefnd, félagsmálanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd.
4.
Heiti á torgi við Stekkjargötu og Hólsgötu í Neskaupstað
Kvenfélagið Nanna leggur til að torg á horni Stekkjargötu og Hólsgötu í Neskaupstað verði nefnt Önnutorg til heiðurs Önnu S. Jónsdóttur sem sat fyrst kvenna í bæjarstjórn Neskaupstaðar 1950 til 1954. Bæjarráð tók vel í erindið og vísaði því til eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar og til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd. Menningar- og nýsköpunarnefnd líst vel á framtakið og hvetur bæjarráð til að láta kanna nánar og kynna, sögu kvenna í sveitarstjórnum í þeim bæjarhlutum sem Fjarðabyggð samanstendur af.
5.
Málefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2018
Formaður fór yfir málefni tónlistarmiðstöðvar.
6.
Umsókn um styrk til greiðslu á fasteignaskatti
Framlögð umsókn Listasmiðju Norðfjarðar um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts vegna Þiljuvalla 11 í Neskaupstað á grunni 1. gr. í reglum um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts. Fasteignaskattur ársins 2019 er að upphæð kr. 355.575. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita styrk.
7.
Fjárhagsáætlun 2020 og fundargerð júní 2019
Framlögð gögn vegna fjárhagsáætlunar Héraðsskjalasafn Austfirðinga fyrir árið 2020. Vísað til forstöðumanns Safnastofnunar til yfirferðar. Tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
8.
Neistaflug 2019
Óskað er eftir afnotum af Egilsbúð í Neskaupstað í tengslum við Neistaflug, frá miðvikudegi til mánudags um verslunarmannahelgina 31.júlí til 5. ágúst án endurgjalds og án skerðinga á öðrum styrkjum sem koma frá Fjarðabyggð. Einnig er óskað eftir afnotum af gistirými hússins á sömu forsendum. Menningar- og nýsköpunarnefnd heimilar endurgjaldslaus afnot af Egilsbúð til viðburðahalds á Neistaflugi, en getur ekki orðið við beiðni um afnot af gistirými í húsnæði Egilsbúðar.
9.
Safnanefnd - 10
Fundargerð safnanefndar samþykkt samhljóða.