Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

15. fundur
27. júní 2019 kl. 16:30 - 17:35
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Tilnefningar til menningarverðlauna SSA
Málsnúmer 1906056
Óskað er eftir tilnefningum til menningarverðlauna SSA fyrir 15.ágúst.
Menningar- og nýsköpunarnefnd tilnefndir bæjarhátíðina Franska Daga á Fáskrúðsfirði fyrir að hafa auðgað menningarlíf og ræktað tengsl við vinabæi Fjarðabyggðar í Frakklandi.
2.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
Málsnúmer 1811077
Lagt fram til kynningar minnisblað upplýsinga- og kynningafulltrúa um stöðu mála varðandi mótun ferðamálastefnu Fjarðabyggðar.
3.
Könnun á tómstundariðkun barna í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1906023
Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur lagt fyrir könnun um tómstundaiðkun barna í 5.-10. bekk í Fjarðabyggð. Frumniðurstöðum er vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd, fræðslunefnd, félagsmálanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd.
4.
Heiti á torgi við Stekkjargötu og Hólsgötu í Neskaupstað
Málsnúmer 1906101
Kvenfélagið Nanna leggur til að torg á horni Stekkjargötu og Hólsgötu í Neskaupstað verði nefnt Önnutorg til heiðurs Önnu S. Jónsdóttur sem sat fyrst kvenna í bæjarstjórn Neskaupstaðar 1950 til 1954. Bæjarráð tók vel í erindið og vísaði því til eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar og til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd. Menningar- og nýsköpunarnefnd líst vel á framtakið og hvetur bæjarráð til að láta kanna nánar og kynna, sögu kvenna í sveitarstjórnum í þeim bæjarhlutum sem Fjarðabyggð samanstendur af.
5.
Málefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2018
Málsnúmer 1803046
Formaður fór yfir málefni tónlistarmiðstöðvar.
6.
Umsókn um styrk til greiðslu á fasteignaskatti
Málsnúmer 1906117
Framlögð umsókn Listasmiðju Norðfjarðar um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts vegna Þiljuvalla 11 í Neskaupstað á grunni 1. gr. í reglum um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts. Fasteignaskattur ársins 2019 er að upphæð kr. 355.575. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita styrk.
7.
Fjárhagsáætlun 2020 og fundargerð júní 2019
Málsnúmer 1906116
Framlögð gögn vegna fjárhagsáætlunar Héraðsskjalasafn Austfirðinga fyrir árið 2020. Vísað til forstöðumanns Safnastofnunar til yfirferðar. Tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
8.
Neistaflug 2019
Málsnúmer 1906132
Óskað er eftir afnotum af Egilsbúð í Neskaupstað í tengslum við Neistaflug, frá miðvikudegi til mánudags um verslunarmannahelgina 31.júlí til 5. ágúst án endurgjalds og án skerðinga á öðrum styrkjum sem koma frá Fjarðabyggð. Einnig er óskað eftir afnotum af gistirými hússins á sömu forsendum. Menningar- og nýsköpunarnefnd heimilar endurgjaldslaus afnot af Egilsbúð til viðburðahalds á Neistaflugi, en getur ekki orðið við beiðni um afnot af gistirými í húsnæði Egilsbúðar.
9.
Safnanefnd - 10
Málsnúmer 1906013F
Fundargerð safnanefndar samþykkt samhljóða.