Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

16. fundur
9. september 2019 kl. 16:30 - 18:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2020
Málsnúmer 1904132
Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05, Menningarmál á árinu 2020 sem bæjarráð hefur úthlutað nefndinni sbr. meðfylgjandi bréf. Fjármálastjóri fylgdi bréfinu eftir.
Menningar- og nýsköpunarnefnd heldur áfram vinnu við áætlunargerð 2020 á næsta fundi. Áætlun verði mótuð að útgefnum fjárhagsramma og lögð fyrir nefndina.
2.
Hernámsdagur - endurvakin
Málsnúmer 1907082
Vísað frá bæjarráði til nefndarinnar bréfi Íbúasamtaka Reyðarfjarðar er varðar Hernámsdaginn á Reyðarfirði. Menningar- og nýsköpunarnefnd fagnar framtaki íbúasamtakanna og felur forstöðumanni safnastofnunar og upplýsingafulltrúa að funda með stjórn samtakanna til undirbúnings.
3.
Beiðni um styrk til að halda pönkhátíð í Egilsbúð
Málsnúmer 1908105
DDT pönkviðburðir óska eftir styrk til að standa straum af kostnaði við að halda pönkhátíð í Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 19. október 2019.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja hátíðina sem nemur húsaleigu og þrifum.
4.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2018 og 2019
Málsnúmer 1808065
Umfjöllun um verkefnasamning vegna stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði.
Drög kynnt en verða lögð uppfærð fyrir næsta fund nefndarinnar að nýju.