Menningar- og nýsköpunarnefnd
17. fundur
23. september 2019
kl.
17:00
-
00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2020
Umræða um áherslur í fjárhagsáætlun 2020 í málaflokki menningarmála. Skil á fjárhagsáætlun er 18.október. Forstöðumanni stjórnsýslu og menningarstofu falið að yfirfara minnisblað frá 12.júní og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn að óbreyttu 7.október nk.
2.
Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020
Framlögð gögn vegna fjárhagsáætlunar Héraðsskjalasafns Austfirðinga fyrir árið 2020. Ósk hefur komið fram frá héraðsskjalaverði um fund með nefndinni. Menningar- og nýsköpunarnefnd vísar erindi Héraðsskjalasafns til umfjöllunar í safnanefnd.
3.
Umsókn um styrki til menningarmála
Beiðni um að áður samþykktur menningarstyrkur verði veittur miðað við nýjar forsendur til Stelpur rokka. Menningar- og nýsköpunarnefnd getur ekki orðið við beiðni með vísan til 5. og 9. gr. í úthlutunarreglum menningarstyrkja. Nefndin bendir jafnframt styrkumsækjanda á að hægt er að sækja um að nýju ef viðburður verður haldinn á nýju ári.
4.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2018 og 2019
Vísað til frekari umfjöllunar nefndarinnar verkefnasamningi vegna stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði. Frestað.
5.
Umsókn um styrki til menningarmála
Jón Knútur Ásmundsson sækir um styrk f.h. hljómsveitarinnar Coney Island Babies. Vísað til úthlutunar menningarstyrkja í upphafi næsta árs.
6.
Fornleifarannsóknir í Stöð
Beiðni félags áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði um aukið framlag til verkefnisins á árinu 2020. Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020.
7.
Safnanefnd - 11
Fundargerð safnanefndar, nr. 11 frá 11.september 2019, samþykkt samhljóða.