Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

18. fundur
7. október 2019 kl. 17:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2020
Málsnúmer 1904132
Umræða um áherslur í starfs- og fjárhagsáætlun 2020 í málaflokki menningarmála. Lagt fram minnisblað um fjárhagsáætlun menningarmála 2020 og verkefnaáætlun menningarstofu. Samkvæmt fjárhagsramma menningarmála er rekstrarniðurstaða málaflokksins áætluð tæpar 235 milljónir. Formaður menningar- og nýsköpunarnefndar mætir á fund bæjarráðs 8.október og fer yfir áherslur nefndarinnar.
2.
Gjaldskrá bókasafna 2020
Málsnúmer 1909150
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að gjaldskrá fyrir bókasöfnin í Fjarðabyggð verði óbreytt á árinu 2020. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
3.
Innviðagreining Fjarðabyggð 2019
Málsnúmer 1904053
Lögð fram kynning atvinnu- og þróunarstjóra á tilboði í innviðagreiningu sem unnin verður í samstarfi við Austurbrú. Hafnarstjórn hefur samþykkt að fara í vinnuna og var ákveðið að fá Austurbrú til verksins. Fyrsti fundur vegna vinnunnar hefur verið haldinn. Reiknað er með að verklok verði í apríl 2020.
4.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
Málsnúmer 1811077
Formaður gerði grein fyrir stöðu mála vegna vinnu við stefnumótun í ferðamálum. Drög að stefnumótun eru í vinnslu og verða lögð fyrir á næsta fundi.