Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

19. fundur
23. október 2019 kl. 17:00 - 17:53
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2020
Málsnúmer 1904132
Formaður menningar og nýsköpunarnefndar mætti fyrir hönd nefndarinnar á fund bæjarráðs til að ræða starfs- og fjárhagsáætlun. Einnig var fundað með sviðsstjóra, fjármálastjóra og bæjarstjóra og farið yfir ítargögn varðandi starfs- og fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir viðbótarfjármagni í málaflokk 05, sem nemur 14 miljónum króna auk þess sem stöðugildi verkefnastjóra Menningarstofu verður aukið úr 50% í 100%. Áherslur nefndarinnar eru unnar upp úr nýrri menningarstefnu Fjarðabyggðar ásamt þeim verkefnum sem forstöðumaður menningarstofu leggur áherslu á fyrir komandi starfsár. Menningar og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrirliggjandi starfs- og fjárhagsáætlun og vísar henni til bæjarráðs.
2.
Fundagerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2019
Málsnúmer 1903035
Fundargerð stjórnarfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 23.september 2019 lögð fram til kynningar.
3.
Málefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020
Málsnúmer 1906116
Safnanefnd mælir með að framlög til Héraðsskjalasafns Austfirðinga verði með sama hætti og á árinu 2019. Ekki er fallist á að veitt verði aukið framlag til ráðningar á starfsmanni, þar sem unnið er að framtíðarsýn fyrir skjalavörslu í sveitarfélaginu. Menningar- og nýsköpunarnefnd staðfestir tillögu safnanefndar.
4.
Gjaldskrá bókasafna 2020
Málsnúmer 1909150
Safnanefnd leggur til að notendur bókasafna fái gjaldfrjálsan aðgang gegn framvísun Fjarðabyggðarkortsins með nafni. Með þessu styður sveitarfélagið við læsissáttmálann sem gerður var við ríkið og samtökin Heimili og skóli, jafnframt rýmar þetta við læsisstefnu sveitarfélagsins. Jafnframt eru gerðar lítilsháttar breytingar er varða sektir. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs til afgreiðslu.
5.
Sumarlokanir í bókasöfnum Fjarðabyggðar, sumarið 2019
Málsnúmer 1906135
Safnanefnd leggur til að leitað verði leiða til að auka opnunartíma bókasafnanna yfir sumartímann, þannig að opið verði fjóra tíma á viku í hverjum bæjarhluta. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir að forstöðumaður safnastofnunar taki saman minnisblað um útfærslu á sumaropnun og áætlaðan kostnað. Tekið fyrir á næsta fundi.
6.
Safnanefnd - 12
Málsnúmer 1910012F
Fundargerð safnanefndar, nr. 12 frá 15.október 2019, samþykkt samhljóða.