Menningar- og nýsköpunarnefnd
2. fundur
23. júlí 2018
kl.
17:00
-
18:59
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Erindisbréf safnanefndar
Erindisbréf safnanefndar lagt fram til samþykktar. Safnanefnd er menningar- og nýsköpunarnefnd til ráðuneytis um safnamál. Hún fer með stjórn Safnastofnunar Fjarðabyggðar og skal fjalla um málefni safna í umboði menningar- og nýsköpunarnefndar. Í safnanefnd sitja fimm fulltrúar og jafn margir til vara, kosnir af menningar- og nýsköpunarnefnd. Menningar- og nýsköpunarnefnd gerir tillögu til bæjarstjórnar að erindisbréfi um hlutverk og verkefni safnanefndar. Fundargerðir safnanefndar skulu lagðar fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd áður en þær fá fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir erindisbréf safnanefndar.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir erindisbréf safnanefndar.
2.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Safnanefnd er menningar- og nýsköpunarnefnd til ráðuneytis um safnamál. Hún fer með stjórn Safnastofnunar Fjarðabyggðar og skal fjalla um málefni safna í umboði menningar- og nýsköpunarnefndar. Í safnanefnd sitja fimm fulltrúar og jafn margir til vara kosnir af menningar og nýsköpunarnefnd.
Menningar- og nýsköpunarnefnd tilnefndir eftirtalda einstaklinga til setu í safnanefnd.
Aðalmenn:
Jón Björn Hákonarson formaður (B)
Kamma Dögg Gísladóttir varaformaður (L)
Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir (B)
Ævar Ármannsson (L)
Sævar Guðjónsson (D)
Varamenn:
Anton Helgason (B)
Berglind Agnarsdóttir (B)
Magni Þór Harðarson (L)
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir (L)
Jens Garðar Helgason (D)
Menningar- og nýsköpunarnefnd tilnefndir eftirtalda einstaklinga til setu í safnanefnd.
Aðalmenn:
Jón Björn Hákonarson formaður (B)
Kamma Dögg Gísladóttir varaformaður (L)
Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir (B)
Ævar Ármannsson (L)
Sævar Guðjónsson (D)
Varamenn:
Anton Helgason (B)
Berglind Agnarsdóttir (B)
Magni Þór Harðarson (L)
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir (L)
Jens Garðar Helgason (D)
3.
Ný bæjarskilti
Framlagt minnisblað upplýsinga- og kynningafulltrúa um lokatillögu að hönnun á bæjarskilti fyrir Reyðarfjörð. Bæjarráð er sammála um útfærslu á tillögu á bæjarskilti fyrir Reyðarfjörð, þar sem tilgreindir eru sex áfangastaðir ásamt QR kóða með frekari upplýsingum. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Menningar- og nýsköpunarnefnd lýst vel á framkomna tillögu en vill kanna hvort hægt sé að bæta inn fleiri áhugaverðum stöðum fyrir ferðamenn og fjölskyldufólk. Forstöðumanni falið að fylgja málinu eftir.
4.
Heimildamynd um sögu Eiðaskóla
Beiðni um styrk vegna gerðar heimildamyndar um sögu Eiðaskóla. Vísað til úthlutunar menningarstyrkja í upphafi árs 2019. Forstöðumanni falið að óska eftir frekari upplýsingum um gerð og fyrirkomulag myndarinnar.
5.
Menningarverðlaun SSA 2018
Aðalfundur SSA verður haldinn 7. september 2018. Samkvæmt samþykktum SSA skal á aðalfundi ár hvert afhenda Menningarverðlaun SSA til einstaklinga eða félagasamtaka skv. tilnefningum þar um. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 15.ágúst nk. Menningar- og safnanefnd mun vinna að tilnefningum næstu daga og skila þeim til SSA fyrir 15.ágúst.
6.
Styrkur fyrir tónleikaferð um Austurland - Rythmatik Hormónar og Bagdad Brother
Fyrirhuguð tónleikaferð Rythmatik, Hórmóna og Bagdad Brothers 8. - 12 ágúst. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála um að veita styrk í formi gistingar.